Hyundai hefur birt myndir af andlitslyftingu Santa Fe sem fengið hefur talsverða útlitsbreytingu, ´samt nýrri innréttingu og vélbúnaði. Bíllinn fer í sölu með haustinu og líklega koma fyrstu bílarnir hingað um áramót. Bíllinn er byggður á nýjum undirvagni sem er einnig undir Sonata og því verður hann einnig í tvinnútgáfu. Santa Fe er orðinn 15 mm lengri, 10 mm breiðari og 5 mm hærri og mun hann hafa meira fótapláss fyrir aftursætisfarþega. Von er á tengilvinnútgáfu á næsta ári með 1,6 lítra bensínvél og 90 hestafla rafmótor sem drifinn er af 13,9 kWst rafhlöðu. Samtals skilar bíllinn þannig 261 hestafli og 350 Newtonmetra togi. Í mildri tvinnútgáfu er sama vél með minni rafmótor samtals 227 hestöfl.  Dísilvélin er 2,2 lítra og skilar 199 hestöflum og 440 newtonmetra togi og er hún með átta þrepa sjálfskiptingu.