Lexus mun frumsýna nýja kynslóð IS bílsins í næstu viku en í þessari viku sýna þeir okkur baksvip hans, eða allavega afturljósin. Þótt myndin sýni í sjálfu sér ekki mikið er ljóst að öfgafullar línur fyrri kynslóðar hafa verið tónaðar niður. Bíllinn verður breiðari en áður þótt hann muni nota sama undirvagn áfram. Orðrómur er um margar vélar sem í boði verða, eins og V8 og línusexa en það verður ekki staðfest fyrr en bíllinn verður frumsýndur.