Þótt nýrrar kynslóðar 5-línu sé ekki að vænta alveg strax, eða ekki fyrr en 2024 hið fyrsta er uppi orðrómur um að bíllinn verðir róttækur svo ekki sé meira sagt. Talað er um að hann verði 1.005 hestafla 100% rafbíll með þremur rafmótorum. Frumgerð slíks bíls var frumsýnd í fyrra en þá „aðeins“ 711 hestöfl en stjórn BWM mun nú vera árökstólum um hvort að bíllinn verði öflugri. Rafhlaðan verður þá 135 kWst. Til samanburðar er núverandi 5-lína í Competition útgáfu 617 hestöfl en af honum er myndin hér fyrir ofan.