Porsche hefur frumsýnt grunnútgáfu af Taycan rafmagnsbílnum fyrir Kínamarkað en sú útgáfa verður aðeins með afturhjóladrifi. Sá bíll verður þó enginn kettlingur með 469 hestafla rafmótor sem kemur honum í hundraðið á 5,4 sekúndum. Hægt verður að velja tvær gerðir rafhlaða í bílinn, og er það annars vegar 79,2 kWst með 414 km drægi og hins vegar 93,4 kWst með 490 km drægi. Bíllinn verður minna búinn með 19 tommu félgum og minni bremsum auk þess sem að hann verður án loftpúðafjöðruninni, sem þó verður hægt að fá sem aukabúnað. Þótt þessi útgáfa hafi aðeins verið kynnt fyrir Kínamarkað má sannarlega búast við að Evrópumarkaður kalli eftir henni mjög fljótlega og að hann verði kynntur þar seinna á árinu.