General Motors hefur tilkynnt að 20 rafbílar séu væntanlegir fyrir árið 2023. Einn af þeim verður fullvaxinn Chevrolet pallbíll með yfir 650 km drægi, eins og fram kemur í 179 blaðsíðna skýrslu GM fyrir 2019 þar sem fjallað er um væntanleg ökutæki. Fyrir utan þennan bíl og svo auðvitað Hummer sem verður rafdrifinn, er von að lúxusjeppa frá Cadillac með þremur sætaröðum.

Chevrolet ætlar einnig að bjóða uppá rafdrfinn jeppling og nýjan Bolt, og Buick mun vera með tvo rafbíla í smíðum. Allir þessir rafbílar verða með Ultium rafhlöðutækninni sem GM er að þróa. GM bauð aðeins uppá einn rafbíl í fyrra, sem var Bolt og seldist hann aðeins í 16.418 eintökum svo að það á eftir að koma í ljós hvort að þessi metnaðarfullu áform GM nái fram að ganga.