GMC hefur í nýju myndbandi sýnt bestu mynd hingað til af nýjum Hummer rafjeppa og einnig tilgreint að hann verði frumsýndur í haust. Einnig kemur fram að framleiðsla hefjist haustið 2021 og að væntanlegir kaupendur geti farið að forpanta bílinn. Bíllinn kmeur í tveimur útgáfum, sem jeppi og pallbíll sem stuttum palli. Dekkin eru vel sýnileg og gefa sterklega til kynna að bíllinn verðir torfærutæki. Einnig eru akstursstillingar eins og Gra-b Mode og Adrenalin Mode nefnd á nafn en ekkert útskýrt frekar hvað er átt við. Á mynd af jeppanum á hönnunarstofu má sjá sterkbyggða króka og stuðara að framan ásamt veglegri undirakstursvörn. Hann verður með þaki sem hægt verður að taka af, líkt og í nýjum Bronco. Eins og fram hefur komið verður honum ekki afls vant en hann mun hafa úr 1000 hestöflum að spila.