BMW bílaframleiðandinn hefur tilkynnt að ný, rafdrifin útgáfa X1 sé á leiðinni. Bíllinn fær nafnið iX1 og verður líklega hluti af næstu kynslóð X1 línunnar, þar sem stutt er síðan hann fékk andlitslyftingu. Mun bílinn koma á markað fyrir 2023 þar sem BMW hefur sagt að hann sé hluti af þeim 25 nýju rafbílum sem vpnta má frá BMW Group innan þessa tímaramma. Mun nýr iX1 koma á endurhönnuðum UKL undirvagni en sá er í notkun á Mini Electric, en fá stærri og öflugri rafhlöðu er hann notar. Verður ný lína X1 boðinn í tvinnútfærslum og einnig sem tengiltvinnbíll líkt og stefnan er með næstu kynslóðir 5-línu og 7-línu.

BMW hefur einnig tilkynnt að næsta kynslóð 5-línunnar verði einnig fáanleg sem 100% rafbíll, og að hans sé að vænta seint á því 25 bíla tímabili sem framundan er fyrir 2023. Fyrstu bílarnir af þessum 25 verða næsta útgáfa iX3, i4 og iNEXT sem koma á markað á næsta ári. Loks er von á rafdrifinni 7-línu árið 2022 með fimmtu kynslóð eDrive raftækninnar, en fyrsti bíllinn búinn eDrive verður iX3 rafjepplingurinn. Kerfið parar saman rafmótor, skiptingu og annan rafbúnað í einu stykki sem að einfaldar alla samsetningu bílsins og minnkar þyngd hans.