Búið er að frumsýna nýja andlitslyftingu á Hyundai Kona jepplingnum. Grillið og endurhannaður stuðari eru aðalbreytingarnar ásamt þynnri dagljósum og nýjum aðalljósum. Aðeins er búið að endurhanna miðjustokkinn að innan en þar er kominn nýr 10,25 tommu upplýsingaskjár. Bensínvélin er 1,6 lítra með forþjöppu og er nú 195 hestöfl, en einnig er 1,6 lítra dísilvél með tvinnbúnaði. N-lína verður í boði sem er með sportlegri línum en heitari Kona kemur á markað seint á næsta ári með allt að 250 hestafla, tveggja lítra vél. Einnig er von á nýrri útgáfu Hyundai Kona Electric.