Dómarar í vali á Heimsbíl ársins hafa tilkynnt þá bíla sem verða í valinu að þessu sinni. Valinn er Heimsbíll ársins af bílum sem seldir eru bæði í Evrópu og Ameríku, en í fyrra var það Kia Telluride sem vann þennan eftirsóknarverða titil en hann er aðeins framleiddur vestanhafs. Það eru fimm flokkar í valinu, en auk Heimsbílsins er valinn lúxusbíll ársins, sportbíll ársins, borgarbíll ársins og hönnunarb´æill ársins. Tilkynnt verður þann 3. febrúar hvaða tíu bílar komast í úrslit sem Heimsbíll ársins og endanlegt val verður svo tilkynnt á bílasýningunni í New York þann 31. mars næstkomandi. Hér má annars sjá þann lista sem valinn var að þessu sinni:

Audi A3
BMW 2-lína Gran Coupe
BMW 4-lína
Citroen C4
Ford Kuga
Genesis G80
Honda Jazz
Honda-e
Hyundai Elantra
Hyundai i10
Hyundai i20
Kia Optima
Kian Sonet
Kia Sorento
Mazda MX-30
Mercedes-Benz GLA
Nissan X-Trail
Seat Leon
Skoda Octavia
Toyota Highlander
Toyota Sienna
Toyota Venza
Toyota Yaris
Volkswagen ID.4