Skoda hefur nú frumsýnt rafbíl sinn Enyaq en hann er systurbíll hins væntanlega ID.4 frá Volkswagen. Bíllinn er væntanlegur á markað snemma á næsta ári og má búast við að hann komi hingað á vori komanda. Enyaq er 4.648 mm  sem er aðeins 5 mm styttra en stærsti Skoda bíllinn Kodiaq. Hjólhafið er allgott eða 2.765 mm enda hjólin frekar utarlega. Fyrstu tvær gerðirnar verða iV 60 með 62 kWst rafhlöðu og 420 km drægi og svo iV 80 með 82 kWst rafhlöðu og 510 km drægi. Von er á fjórhjóladrifinni útgáfu sem heitir 80x sem verður 261 hestafl en sá aflmesti verður vRS sem skilar 302 hestöflum og er aðeins 6,2 sekúndur í hundraðið. Þær útgáfur koma á markað seinna á árinu.