Nýi ID.4 jepplingurinn er kominn í framleiðslu hjá Volkswagen í verksmiðju framleiðandans í Zwickau. Bíllinn verður frumsýndur í september og VW lét frá sér tölveugerðar teikningar í vikunni af ytra útliti bílsins.

VW ID.4 er annar bíllinn sem Volkswagen byggir á MEB rafbílabotnplötunni. Hann var annaður sérstaklega með lága loftmótstöðu í huga eins og sést vel á myndunum. Yfirhönnuður VW, Klaus Zykiora lýsir honum sem bíl sem mótaður er af vindinum, enda er stuðull fyrir loftmótstöðu ID.4 aðeins 0,28. ID.4 byggir á ID Crozz hugmyndabílnum og til stóð að frumsýna hann á bílasýningunni í New York fyrr á árinu en henni var aflúst vegna kórónavírussins. Þótt bíllinn sé með jepplinglagi verður hann aðeins boðinn með afturhjóladrifi til að byrja með. Sá bíll verður með 201 hestafla rafmótor með 310 Newtonmetra togi. Þegar fjórhjóladrifna útgáfan kemur á markað bætast 101 hestöfl við og 137 Newtonmetrar af togi, svo að heildarútkoman verður 302 hestöfl og 450 Newtonmetrar. Hægt verður að fá hann með mismundai stærðum rafhlaða en sú stærsta verður 83 kWst með 500 km drægi. Von er á ID.5 í framhaldinu sem er Coupé útgáfa af ID.4.