Honda mun nota bílasýninguna í Bejing í lok mánaðarins til að kynna nýjan rafbíl merkisins. Bíllinn er ætlaður á markað í Asíu og er á tilraunastigi en líklegt þykir að hann sé a leið í framleiðslu þar sem aðeins er um anna rafbíl merksins að ræða. Á tölvugerðri myndinni má sjá að um stærri bíl en Honda e er að ræða, líklegast bíl á stærð við Accord eða HRV. Hann er líka mun nýtískulegri í útliti en Honda E með hvössum línum og ljósum. Greinilegt er að grillið er ekki til staðar þar sem að rafbílar þurfa ekki sömu kælingu og bílar með brunahreyflum. Bíllinn hefur ekki fegnið nafn ennþá en hann verður kynntur betur þann 26. september næstkomandi.