Suzuki hefur kynnt til sögunnar annan bíl sinn sem er afsprengi samstarf framleiðandans við Toyota. Bíllinn heitir Swace og er byggður að miklu leyti á Toyota Corolla Touring Sports. Bílnum svipar líka mjög til Corolla bílsins þótt að átt hafi verið grill, stuðara og ljósabúnað til að breyta aðeins útlitinu. Hægt verður að velja um sjö liti sem eru einkennandi fyrir Suzuki. Það sama má segja um innanrými sem kemur að öllu leyti frá Toyota nema leðurinnrétting þegar hún er í boði. Bíllinn verður með snjallstýri og átta tommu upplýsingaskjá sem styður bæði Apple CarPlay og Android Auto. Tvinnbúnaðurinn í Swace kemur líka beint frá Toyota en bíllinn verður með 1,8 lítra bensínvél og 71 hestafla rafmótor. Sjálfskiptingin er CVT og upptakið 11,1 sekúnda í hundraðið, og þar sem að CO2 gildi hans er aðeins 99 g/km má búast við að hann verði á góðu verði þegar hann kemur á markað.