Buick ætlar að endurvekja Electra nafnið enda áætlar merkið að setja nokkra rafbíla á markað á næstunni. Electra nafnið var notað árunum 1959-1990 en að þessu sinni verður það notað á rafdrifinn tilraunabíl sem nýlega var frumsýndur. Bíllinn var hannaður af hönnunarstúdíói í Shanghai og er nokkurs konar blanda jepplings og fólksbíls með lágri og sportlegri þaklínu. Þótt hér sé ekki um kynningu á framleiðslubíl að ræða mun hér vera forsýning á því útliti sem að rafdrfifnir bílar Buick munu miða sig við. Heitir hönnunin Potential Energy og byggir á hönnun geimhylkis með glerkúp sínum. Mjó díóðljós að framan eru með þrívíddarhönnun og Buick merkið er með baklýsingu. Huðrirnar á tilraunabílnum eru vængjahurðir og innandyra er allar tækninýjungar sem hægt er að bjóða í dag. Bogadreginn upplýsingaskjár og ferkantað stýri sem dregst inn í mælaborðið þegar það er ekki í notkun er meðal þess sem nefna má þar. Bíllinn er búinn Ultium rafhlöðu sem gefur um það bil 660 km drægi að sögn Buick. Rafmótorarnir eru tveir og skila samtals 583 hestöflum sem duga til að koma þessum sportjeppling í hundraðið á aðeins 4,3 sekúndum. Að sögn Buick eru tveir rafdrifnir bílar í kortunum eins og er og er annar þeirra „agressívur“ sportjeppi sem að Electra tilraunabílinn gæti vel verið forsmekkurinn af.