Honda hefur látið frá sér myndir af fyrsta rafdrifna jeppling sínum sem frumsýndur verður í tilraunaútgáfu á Bílasýningunni í Beijing eftir nokkra daga. Honda hefur þegar sagt að Honda e smábílnum yrði fylgt eftir með jeppling sem virðist vera raunin. Bíllinn er reyndar mjög ólíkur Hinda e smábílnum sem byggði á útliti Honda Civic frá áttunda áratugnum. Þessi bíll er með löngu húddi og hvössum díóðuljósum meira í stíl við nýlegri Honda bíla. Tilraunabíllinn virðist leka vera aðeins þriggja dyra og eru hliðarhurðarnar stórar. Líklegra er þó að framleiðsluútgáfa verði fimm dyra með svipaðri útfærslu á fturhurðum og Honda e smábíllinn. Engafr tækniupplýsingar komu frá Honda með þessum myndum en samkvæmt vefmiðlinum Auto-Express verður bíllinn með sama 152 hestafla rafmótor fyrir afturdrifið og Honda e. Hvort hann fá einnig framdrif er óvíst en þar sem bíllinn er stærri mun hann þurfa stærri rafhlöðu til að fá sama eða meira drægi en Honda e sem helst hefur verið gagnrýndur fyrir lítið drægi. Svipað mælaborð eins og í Hinda e er mjög líklegt, með tveimur 12,3 tommu skjáum og skjám fyrir myndavélar sem koma í staðinn fyrir hliðarspegla. Loks hefur Honda sagt að jepplingurinn muni hafa 360 gráðu aðstoðakerfi sem að verður með gervigreind en áður, sem bendir til þess að nýi bíllinn verður að einhverju leyti sjálfkeyrandi.