Hyundai kynnti fyrir viku síðan rafbílinn RM20e og þótt enn einn rafbíll sé ekki endilega stórfrétt þessa dagana er þessi allrar athygli verður. Hér er nefnilega á ferðinni rallbíll sem skilar 810 hestöflum í afturdrifið og 960 Newtonmetra togi. Hröðunartölur bílsins eru eftir þvi og mun hann vera undir þremur sekúndum í hundraðið og fer í 200 km á klst á undir tíu sekúndum. Að sögn Hyundai markar RM20e þann metnað sem merkið hefur til framleiðslu alvöru rafbíla og N-keppnisbíla. „RM20 e sameinar eiginleika keppnisbíls með afli, jafnvægi og bremsukerfi um leið og hann er hljóðlátur og tilbúinn til aksturs á götunni“ segir í yfirlýsingu frá Hyundai. Hyundai tekur þó sérstaklega fram að bíllinn muni ekki taka alveg yfir N-línuna jafnvel þótt við munum sjá N-merkta tvinnbíla.
LEITA
NÝJUSTU FÆRSLUR
- Kia Sorento – lengi getur gott batnað
- VW ID.3 – Bíll sem gerir flesta hluti vel
- C-lína tekur á sig mynd
- Benz kaupir stærri hlut í Aston Martin
- Rafdrifinn Porsche Macan næst á mynd
- ID.3 og nýr Yaris fá fimm stjörnur hjá NCAP
- Hummer nafnið endurvakið
- Amazon og Rivian byggja saman sendibíl
- Skoda Oktavía bíll ársins hjá AutoExpress
- Fyrstu myndir af BMW X8
Efnisflokkar
- Fréttir (282)
- Greinar (1)
- Reynsluakstur (40)