Það er aðeins tæplega hálft ár síðan að Polestar frumsýndi tölvugerða útgáfu Precept tilraunabílsins. Nú hefur framleiðandinn svo ákveðið að bíllinn fari í framleiðslu og mun hann keppa við bíla eins og Porsche Taycan, Lucid Air og Tesla Model S. Bíllinn er stór á velli enda 4,7 metrar að lengd með hjólhaf sem er hvorki meira né minna en 3,1 metri. Hann verður líka byggður á SPA2 undirvagninum sem er næsta kynslóð undirvagna fyrir stærri bíla Volvo. Precept verður flaggskip rafbílamerkisins og mun nota mikið af endurvinnanlegum og náttúrulegum efnum. Polestar hefur einnig gefið út að Precept verði framleiddur í nýrri verksmiðju í Kína sem verður kolefnisjöfnum frá a-ö. Precept fær þó líklegast ekki að halda nafninu en þeir tveir bílar sem komið hafa frá Polestar hingað til heita einfaldlega 1 og 2. Bíll 3 er væntanlegur innan skamms og er rafjepplingur en hvort Precept fái nafnið 4 er enn ekki staðfest. Búast má við að bíllinn komi á markað snemma árs 2023.