Kia hefur staðfest að von sé á sjö rafbílum frá merkinu fram til 2027 sem hluti af Plan S rafbílastefnu merkisins. Að sögn Kia gerir merkið ráð fyrir að 25% Kia bíla verðir rafdrifnir árið 2029. Ásmat því að staðfesta þetta sendi Kia frá sér skuggamynd með sjö bílum sem virðast vera að ýmsum gerðum. Þarna má sjá eitthvað sem líkist fullvöxnum jeppling, langbak og sportlegum fjölskyldubíl í „Shooting Brake“ útgáfu. Fremst á myndinni er Coupe jepplingurinn sem væntanlegur innan skamms en hann er kallaður CV eins og er. Ef þessi stefna Kia gengur eftir verður merkið vel í stakk búið til að keppa við stóru rafbílamerkin eins og Tesla og Volkswagen, en bæði merkin eru óðum að koma frá sér fleiri gerðurm rafbíla. Volkswagen frumsýndi nýlega VW ID.4 til viðbótar við ID.3 og stutt er í frumsýningu ID.6, en næsti bíll Tesla er Model Y. Búast má við að framtíðar rafbílar Kia verðir byggðir á E-GMP undirvagninum frá Hyundai Group. Hann byggir á svipuðu 800 volta rafkerfi og Porsche Taycan og getur ráðið við 350 kW hraðhleðslustöðvar. Mun undirvagninn verða fáanlegur í mismunandi stærðum til að henta mismunandi farartækjum.