Skoda ætlar að flýta komu fjórðu kynslóðar Fabia sem áætlað er að komi í sölu á fyrri helmingi næsta árs. Fyrstu myndir af bílnum við prófanir náðust á dögunum en þær sýna ekki nýtt útlit en gefa samt ákveðnar vísbendingar. Eins og sjá má er eins og myndin sé af Volkswagen Polo, en bíllinn er dulbúinn með Polo yfirbyggingu, en það er of stutt síðan að nýr Polo kom fram á sjónarsviðið. Bíllinn er á tékkneskum plötum og aftan á honum er merki sem sýnir að um prófunarbíl sé að ræða. Það sem myndin sýnir er því tvennt, að það sé styttra í frumsýningu bílsins og að hann verði á nýjum undirvagni. Samkvæmt heimildum AutoExpress hafa fyrstu útgáfur Fabia verið í prófunum bak við lokaðar dyr að undanförnu. Búast má við að bíllinn verði breiðari en áður og fái svokallað kristalsútlit Skoda eins og aðrir nýir bílar merkisins. Búast má við að hann verði einnig fáanlegur með mildri tvinntækni, og þá jafnvel 12 volta kerfi sem hefur verið í þróun hjá VW Group.
LEITA
NÝJUSTU FÆRSLUR
- Kia Sorento – lengi getur gott batnað
- VW ID.3 – Bíll sem gerir flesta hluti vel
- C-lína tekur á sig mynd
- Benz kaupir stærri hlut í Aston Martin
- Rafdrifinn Porsche Macan næst á mynd
- ID.3 og nýr Yaris fá fimm stjörnur hjá NCAP
- Hummer nafnið endurvakið
- Amazon og Rivian byggja saman sendibíl
- Skoda Oktavía bíll ársins hjá AutoExpress
- Fyrstu myndir af BMW X8
Efnisflokkar
- Fréttir (282)
- Greinar (1)
- Reynsluakstur (40)