Hinn nýi Volkswagen ID.3 fékk í vikunni fimm stjörnur í árekstrarprófi EuroNCAP stofnuninnar. Var bíllinn lofaður fyrir að fá góðar einkunnir í öllum flokkum. Fékk bíllinn 87 stig af 100 fyrir verndun fullorðinna, 89 fyrir verndun barna, 71 fyrir vernd fótgangandi og 88 fyrir öryggiskerfi bílsins. EuroNCAP prófaði einnig nýjan Toyota Yaris sem einnig fékk góða einkunn. Fékk hann 86 stig af 100 fyrir fullorðna, 81 stig fyrir börn, 78 fyrir verndun fótgangandi og 85 stig af 100 mögulegum fyrir öryggiskerfin.